h_gist2.jpg
Gisting

Við  bjóðum ferðamönnum upp á heimilislega gistingu með morgunverði þar sem lögð er áhersla á heimabakað bakkelsi og meðlæti.

Í boði eru 4 tveggja manna rúmgóð herbergi með baði. Útvegum barnarúm sé þess óskað.Verönd er umhverfis húsið og aðgangur er að seturstofu og sólstofu með frábæru útsýni til lands og sjávar.

Á veitingastað Sveitasetursins sem er í næsta nágrenni (500 m) geta gestir okkar fengið kvöldverð á tímabilinu 15. maí til  30.október. Hlýlegur veitingastaður þar sem áhersla er lögð á heimilislegan mat úr skagfirsku hráefni.  Utan þessa tímabils þarf að panta kvöldverð fyrirfram hjá Bændagistingunni Hofsstöðum.

Bændagistingin er loku um jól og áramót.

 

Hægt er að bóka gistingu með því að senda tölvupóst á netfangið: Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það. eða í gsm síma 849-6655 eða 898-6665

Bóka bændagistingu

medlimur

Ferðaþjónusta, Hofsstöðum, 551 Sauðárkrókur - Útgáfuréttur © 2012  - Hofsstaðir. Öll réttindi áskilin. Hönnun vefsíðu: Austurnet ehf