gamli1.jpg
Gisting

Við  bjóðum upp á  gistingu með morgunverði þar sem lögð er áhersla á heimabakað bakkelsi og meðlæti.

Morgunmatur innifalinn í verði.

Herbergin eru mismunandi að stærð.

Tvær baðstofur með baðherbergi

Tvö tveggja manna herbergi með baði

Vinsælt  til útleigu fyrir brúðhjón.

Kvöldverður  verður  framreiddur á Sveitasetrinu (500 m) sem er í næsta nágrenni og /eða eftir samkomulagi hverju sinni. Þar er lögð áhersla á þjóðlega rétti heimilislegan mat og hlýlegt andrúmsloft.

Ekki er  sjónvarp í Gamla Bænum.

 

 
Sagan

Gamli bærinn í Hofsstaðaseli var upphaflega byggður 1906. 

Hjónin Elinborg Bessadóttir  og Vésteinn Vésteinsson fluttu inní gamla bæinn í Hofsstaðaseli 1966. Þau bjuggu  í gamla torfbænum þar til 1981 er þau fluttu með börn sín í nýtt hús.

Í dag standa þrjár burstir af fimm sem endurbyggðar  voru á árunum 1997 -  2001.

Síðustu ár höfum við einkum leigt bæinn út til smærri hópa eða þeirra sem vilja njóta gamallra tíma í kyrrð og ró sveitarinnar.

 

 
Gamli bærinn

Sveitarómantík, með einstakri gistingu fyrir sérstök tækifæri í burstabæ í 19. aldar stíl.

Boðið er upp á gistingu með morgunverði þar sem lögð er áhersla á heimabakað bakkelsi og meðlæti. Vinsælt til útleigu fyrir brúðhjón.

Hægt er að panta kvöldverð á Sveitasetrinu (500 m) sem er í næsta nágrenni.

Gamli bærinn í Hofsstaðaseli er miðsvæðis í Skagafirði við veg nr 76 þar sem nær jafn langt er til allra þéttbýliskjarna í Skagafirði: Sauðárkrókur 19 km, Varmahlíð 24 km, Hólar 20 km og Hofsós 24 km.

Góð staðsetning til að eiga notalegt frí í Skagafirði.

Nánari upplýsingar og bókanir:

Sími: +354 896 9414

 

Bóka á Sveitasetrinu

svset1

medlimur

Ferðaþjónusta, Hofsstöðum, 551 Sauðárkrókur - Útgáfuréttur © 2012  - Hofsstaðir. Öll réttindi áskilin. Hönnun vefsíðu: Austurnet ehf