Sveitasetur1.jpg
Sveitasetur

Sveitasetrið á Hofsstöðum er nýtt gistiheimili staðsett á kyrrlátum stað í fallegu umhverfi við bakka Héraðsvatna með útsýni til lands og sjávar. Hér er hægt að njóta kyrrðar sveitarinnar með alla þjónustu og afþreyingu í Skagafirði innan seilingar.

Góðar gönguleiðir eru um næsta nágrenni s.s. eftir bökkum Héraðsvatna og um fjalllendið fyrir ofan Hofsstaði. Mikið fuglalíf er á vatnasvæði Héraðsvatna, bæði vaðfuglar og mófuglar og því kjörinn staður fyrir fuglaáhugamenn og aðra náttúruunnendur.

Miðnætursólin og norðurljósin er engu lík í Skagafirði og lætur engan ósnortinn á kyrrlátu kvöldi.

Verið velkomin.

 

 
Herbergin

Ny herbergi6

 

 Í boði eru 14 rúmgóð herbergi (26 fm) með baði. 1. júní 2015 verða herbergin orðin 20 alls.

Öll herbergin eru með baði, þráðlausu interneti, útvarpi, sjónvarpi og hraðsuðukatli til að hella upp á te eða kaffi. Hvert herbergi hefur afmarkaða verönd með tveimur stólum og borði. Herbergin eru tveggja, þriggja manna og fjögurra manna. Við getum útvegað barnarúm ef þess er óskað.

Gistingu er hægt að bóka með tölvupósti á netfanginu: info(hja)hofsstadir.is eða með því að hringja í gsm. 894-8306 eða 453-7300

 

Lesa meira.....
 
Verðlisti

               Sveitasetrið á Hofsstöðum 2015 - 2016

                                          Vetur 

 30.september - 9 mai 2016

Eins manns herbergi með baði kr. 15.100, -
Rúmgóð tveggja manna herbergi með baði (26 fm) kr. 17.200,-
Þriggja manna herbergi með baði kr. 21.500,-
Fjölskylduherbergi kr. 24.500,-
   
   

                                         Sumar 

10. maí - 30. september  2016 

Eins manns herbergi með baði kr. 26.000,-
Tveggja manna herbergi með baði(26 fm) kr. 29.500,-
Þriggja manna herbergi með baði (26 fm) kr. 33.800,-
Fjagra manna herbergi með baði kr. 36.800,-
   
Gistináttaskattur er  innifalinn í þessum verðum
 

Athugið að morgunverður er  innifalinn í verði

 

Börn yngri en 6 ára greiða ekkert fyrir gistingu deili þau rúmi með foreldrum sínum.

Ekki er tekin greiðsla fyrir barnarúm fyrir börn sem eru yngri en 2 ára.

 

Bóka á Sveitasetrinu

svset1

medlimur

Ferðaþjónusta, Hofsstöðum, 551 Sauðárkrókur - Útgáfuréttur © 2012  - Hofsstaðir. Öll réttindi áskilin. Hönnun vefsíðu: Austurnet ehf