Sveitasetur1.jpg
Sveitasetur

Sveitasetrið á Hofsstöðum er nýtt gistiheimili staðsett á kyrrlátum stað í fallegu umhverfi við bakka Héraðsvatna með útsýni til lands og sjávar. Hér er hægt að njóta kyrrðar sveitarinnar með alla þjónustu og afþreyingu í Skagafirði innan seilingar.

Góðar gönguleiðir eru um næsta nágrenni s.s. eftir bökkum Héraðsvatna og um fjalllendið fyrir ofan Hofsstaði. Mikið fuglalíf er á vatnasvæði Héraðsvatna, bæði vaðfuglar og mófuglar og því kjörinn staður fyrir fuglaáhugamenn og aðra náttúruunnendur.

Miðnætursólin og norðurljósin er engu lík í Skagafirði og lætur engan ósnortinn á kyrrlátu kvöldi.

Verið velkomin.

 

Bóka á Sveitasetrinu

svset1

medlimur

Ferðaþjónusta, Hofsstöðum, 551 Sauðárkrókur - Útgáfuréttur © 2012  - Hofsstaðir. Öll réttindi áskilin. Hönnun vefsíðu: Austurnet ehf